LÖG OG REGLUR

Vetrarmót

 

Vetrarmót Sindra eru opin öllum til þátttöku.

Miðað skal við að halda mótin í febrúar og mars þegar þau skarast ekki á við stærri mót sem eru á dagskrá á suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu.
Ráðinn skal dómari til að dæma hvert mót.

 

Keppnisfyrirkomulag:

Keppnisröðun flokka er eftirfarandi:

Pollar, börn, unglingar, opinn flokkur minna vanir og að síðustu opinn flokkur meira vanir.
Keppt er á íþróttakeppnisvellinum eða inni í reiðhöll (Skeiðvangur).

Pollaflokkur 9 ára og yngri: Riðið er frjálst 1 til 2 hringir eftir þul, allir keppendur eru inni á vellinum í einu og er forkeppnin jafnframt úrslitin. Strax eftir úrslit flokksins er pollum veitt viðurkenning fyrir þátttöku en þeim ekki raðað í sæti.

Barnaflokkur 10 til 13 ára:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni barnaflokks): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið, auk þátttökuviðurkenningar fyrir aðra keppendur.

Unglingaflokkur 14 til 17 ára:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni unglingaflokks): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

Opinn flokkur minna og meira vanir:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringir.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni flokksins): 6 keppendur ríða til úrslita, riðið er eftir þul. Sýna skal 1 til 2 hringi hægt tölt og svo fegurðartölt a.m.k. 2 hringi.
Gefnar eru einkunnir, raðað í sæti eftir því og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitann þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

 

Séu þátttakendur í flokkunum 3 eða færri er forkeppni flokksins sleppt og úrslit riðin strax.


Mótsstjóri getur ákveðið að víxla forkeppni flokkanna minna og meira vanir vegna fjölda hrossa hjá einum knapa í öðrum hvorum flokknum, enda verði það þá tilkynnt í byrjun móts og á rásröð á heimasíðu.

 

Þátttökugjöld eru kr 1.000.- á knapa öllum flokkum utan polla- og barnaflokks

Æskilegt er að leita styrkja vegna kostnaðar á dómgæslu.

 

Þátttaka í opnum flokkum:

Þátttaka í opnum flokkum miðast ávallt við getu knapans en ekki hestsins. Val knapa um að staðsetja sig í minna- eða meira vanir er hans huglæga mat en er eftirfarandi þó til viðmiðunar:

Minna vanir teljast áhugamenn, þeir sem ekki hafa verið að taka að jafnaði þátt á öðrum mótum en mótum félagsins og eru lítið keppnisvanir. Knapar sem þó hafa tekið þátt á mótum félagsins samfellt í áraraðir teljast til keppnisvanari. Knapi sem hefur tekið þátt í flokki meira vana á keppnistímabilinu getur ekki tekið þátt í flokki minna vana.

Meira vanir teljast áhugamenn og atvinnumenn sem að jafnaði hafa verið að taka þátt á öðrum mótum en mótum félagsins og eru orðnir nokkuð keppnisvanir.  

__________________________________________________________________________________________________

Firmakeppni

 

Firmakeppni Sindra skal haldin annan í Páskum ár hvert á Sindravelli.

Firmakeppni er styrkt af fyrirtækjum og einstaklingum sem kaupa firma hjá mótanefnd. Nefndin safnar að lágmarki 100 firma fyrir keppnina.

Firmakeppni er opin öllum, en hvert hross hefur einungis þátttökurétt í einum flokki mótsins.

Dómari keppninnar þarf ekki að vera lærður dómari. Dæmt er eftir innsæi og persónulegri skoðun dómara. Þó skal hafa í huga að gróf reiðmennska er ekki liðin.

Keppnisröð flokka er eftirfarandi: Pollar, börn, unglingar, konur, karlar og að síðustu unghross (4-5 vetra).

Pollaflokkur 9 ára og yngri: Riðið er frjálst 1 til 2 hringir eftir þul, allir keppendur eru inni á vellinum í einu og er forkeppnin jafnframt úrslitin.
Strax eftir úrslit flokksins er pollum veitt viðurkenning fyrir þátttöku en þeim ekki raðað í sæti.

Barnaflokkur 10 til 13 ára:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðinn er frjáls gangur og hefur knapi að lágmarki 3 hringi til umráða en skal þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er á vinstri hönd.

 

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni barnaflokks): 5 keppendur ríða til úrslita, þeir hafa eins og í forkeppni 3 hringi til umráða en skulu þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er á vinstri hönd.
Öllum er raðað í sæti og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið, auk þátttökuviðurkenningar fyrir aðra keppendur.

Unglingaflokkur 14 til 17 ára:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðinn er frjáls gangur og hefur knapi að lágmarki 3 hringi til umráða en skal þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er á vinstri hönd.

 

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni flokksins): 5 keppendur ríða til úrslita, þeir hafa HÁMARK 6 hringi til umráða en skulu þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er upp á báðar hendur.
Öllum er raðað í sæti og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

Kvenna- og Karlaflokkur:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðinn er frjáls gangur og hefur knapi að lágmarki 3 hringi til umráða en skal þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er á vinstri hönd.

 

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni flokksins): 5 keppendur ríða til úrslita, hafi keppandi komið 2 hrossum í úrslit verður hann að velja á milli hrossa og keppandi sem varð í sjötta sæti fer í úrslit. Keppendur hafa að HÁMARKI 6 hringi til umráða en skulu þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið upp á báðar hendur.
Öllum er raðað í sæti og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

 

Unghrossaflokkur:

Forkeppni: 3 keppendur eru inni á vellinum í einu, riðinn er frjáls gangur og hefur knapi að lágmarki 3 hringi til umráða en skal þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er á vinstri hönd.

Úrslit (c.a.10 mínútum eftir forkeppni flokksins): 5 keppendur ríða til úrslita, þeir hafa HÁMARK 6 hringi til umráða en skulu þó sýna að lágmarki 2 gangtegundir, riðið er upp á báðar hendur.
Öllum er raðað í sæti og er verðlaunaafhending strax í kjölfar úrslitanna þar sem veittar eru medalíur fyrir 1.-3. sætið.

Séu þátttakendur í flokkunum 3 eða færri er forkeppni flokksins sleppt og úrslit riðin strax.

Mótsstjóri getur ákveðið að víxla forkeppni kvennaflokks og karlaflokks vegna fjölda hrossa hjá einum knapa í öðrum hvorum flokknum, enda verði það þá tilkynnt í byrjun móts og á rásröð á heimasíðu.

 

Í öllum flokkum fá fyrirtæki sem styrkja viðkomandi knapa einnig medalíu lendi knapinn í 1.-3. sæti.

SMALI 

Eftir firmakeppni er tekin pása á meðan að þrautabraut er sett upp. Smali gengur út á að knapi ríður í gegnum þrautabraut á sem besta tíma. Hver knapi fer brautina tvisvar og er raðað í efstu 3 sætin (3 bestu tímarnir).

__________________________________________________________________________________________________
 

Hestaþing

 

Hestaþing hmf. Sindra skal haldið á föstudegi og laugardegi um miðjan júní ár hvert, miðað skal við það að forkeppni verði á laugardegi sé úrtaka fyrir landsmót það ár sem landsmót ber upp á. Varðandi úrtöku þarf lágmarks einkunn hests að vera að 8,10 í heildina úr forkeppninni til þess að hann vinni sér inn rétt á þátttöku á landsmóti.  

Mótanefnd sér um skipulagningu mótsins og kýs mótsstjóra sem er ábyrgur fyrir því að þingið fari fram eftir settum reglum, fylgi tíma ramma sem settur hefur verið upp í dagskrá og tekur ákvarðanir í samstarfi við mótanefnd um breytingar á mótinu ef þurfa þykir. 

Á mótinu skulu dæma 3 fullgildir gæðinga- og íþróttadómarar.

 

Keppnisröð er eftirafarandi:

Föstudagur

Töltkeppni þar sem keppt er eftir íþróttakeppnisreglum LH. Töltkeppni hefst á forkeppni í T7, í beinu framhaldi er forkeppni í T1. Eftir forkeppni eru úrslit í T7 og þar á eftir úrslit í T1, sé fjöldi keppenda í flokki 20 eða fleiri er mótsstjóra heimilt að halda B-úrslit auk A-úrslitanna.

Töltkeppni er opin keppni en stigahæsti félagsmaður veitir farandbikari töltkeppninnar móttöku. Skráningargjöld eru í tölti en skráning skal vera opin þar til 1 klst áður en keppni hefst.

Kappreiðar eru eftir töltkeppni og skal boðið upp á 100m fjótandi skeið, 150m skeið, 250m skeið, 300m brokk og 300m stökk. Allar kappreiðar eru opnar en félagsmaður með hraðasta tíma í hverri grein veitir farandbikar móttöku. Skráningargjöld eru í kappreiðum og eru skráningar opnar þar til 1 klst áður en keppni hefst í hverri grein.

 

Laugardagur

Gæðingakeppni þar sem keppt er eftir gæðingakeppnisreglum LH, forkeppni B-flokks, fyrir mótssetningu og hópreið.

 

Æskilegt er að fá upphitunarhross í braut fyrir dóma forkeppninnar. Eftir mótssetningu keppt til úrslita í pollaflokki. Þar á eftir forkeppni í barna-, unglinga-, ungmenna- og A-flokki.

Í forkeppni er einungis 1 keppandi inni á vellinum í einu, í pollaflokki eru 3- 5 börn inni á vellinum í einu eftir þátttöku hvert sinn.

Þátttökurétt í gæðingakeppni polla-, barna-, unglinga-, og ungmennaflokks hafa einungis fullgildir og skuldlausir félagar hestamannafélagsins Sindra, aðrir geta með vilyrði mótsstjóra keppt sem gestir en hafa ekki rétt á að veita verðlaunum móttöku.

Þátttökurétt í gæðingakeppni A- og B- flokks gæðinga hafa einungis hross sem hafa verið í eigu fullgildra, skuldlausra félagsmanna að lágmarki frá því fyrir 1. maí sama ár.

Skráningargjöld eru í Ungmennaflokki, A- og B-flokki. Skráning skal vera opin þar til 5 dögum fyrir keppni.

 

Úrslit í gæðingakeppni, B-flokkur, barna-, unglinga-, ungmenna- og A-flokkur.

Veitt eru verðlaun fyrir 1-5 sæti eftir úrslit í hverjum flokk og afhentur farandbikar.