1/7

Kæru félgsmenn

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Okkur í stjórn langar að senda frá okkur smá fréttabréf. Okkar starf hefur líkt og allt annað í þjóðfélaginu fundið vel fyrir þessum marg um talaða faraldri, en við viljum reyna að horfa björtum augum

á það sem frammundan er.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að boða til almenns félagsfundar, þar sem framtíð félagssvæðis okkar yrði rædd en ,,útaf svolitlu‘‘ eins og oft er sagt varð ekkert af honum, en vonandi verður hægt að bæta úr því á þessu ári. Einnig átti seinni part síðasta vetrar að fara í veglega skemmtiferð í tilefni 70 ára afmælis félagsins árið 2019, en líkt svo mörgu öðru varð ekkert úr þeirri ferð en vonandi verður það hægt með hækkandi sól og bjartari tímum sem við vonandi erum að sjá framm á Firmakeppnin okkar varð einnig fyrir barðinu á þessum leiðindar faraldri og var ekki haldin.En yfir sumartíman fengum við smá frí frá þessari veiru og héldum Hestaþingið okkar sem vel tókst til. Þingið okkar virðist alltaf vera að njóta meiri og meiri vinsælda og hafa nokkrir af ,,aðkomu‘‘ knöpum og áhorfendum haft orð á því að Hestaþingið okkar sé með þeim skemmtilegri mótum sem þeir mæta á J Það hafðist eftir miklar vangaveltur að halda reiðskólann í Vík 22.júní til 3.júlí, Víkhorseadventure (Hestaleigan í Vík) tók hann að sér að þessu sinni og tókst vel til. En þegar að líða fór á sumarið mætti næsta bylgja af þessum faraldir og þar af leiðandi varð

að fella niður félagsferðina sem fara átti í ágúst.

Félagsmenn okkar voru jafn nú sem áður duglegir að sækja mót

vítt og breytt um landið með góðum árangri.

Aðalfundurinn okkar er á dagskrá 26. Febrúar og vonumst við til að geta haldið okkur við þá dagsetningu. Í ár eru það formaður og gjaldkeri sem þarf að kjósa um. Ásta hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður og eins er Lára gjaldkeri til í að losna.

Með bjartari tímum og vonandi auknum möguleikum óskum við eftir fólki til starfa fyrir félagið okkar, formanni, gjaldkera og í hinar ýmsu nefndir. Að okkar mati vantar félaginu okkar að við öll sem félagsmenn opnum augun og leitum að hinum ýmsu tékifærum til þess að auka og bæta félgsstarfið okkar, tökum þátt í starfinu og sýnum jákvæðni og framtakssemi. Það er erfitt að halda úti félagsstarfi ef fáir eru tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum. Við getum ekki alltaf treyst á það að það sé einhver annar sem getur séð um verkin. Undan farin ár hefur það oft á tíðum reynst mjög erfitt að finna fólk til starfa og þar af leiðandi fáir en jafnframt góðir einstaklingar sem drífa hlutina áfram. Með þessum orðum viljum við leggja þetta í hendur okkar allra kæru félagsmenn að við reynum að byggja upp félagsandan í félaginu okkar, leitum eftir hugmyndum og hikum ekki við að koma þeim á framfæri til réttra einstaklinga. Jafnframt er nauðsinlegt að koma athugasemdum og því sem okkur finnst að mætti betur fara á rétta staði Því eins og áður hefur komið framm, ef við viljum halda félaginu okkar gangandi þá

þurfum við sem félagsmenn að láta það ganga.

Kveðja með von um jákvæðar undirtektir

Stjórn Hmf Sindra

 

Hestamannafélagið Sindri

540776-0169

sindri.hmf @ gmail.com