Aðalfundur Hestamannafélagsins Sindra verður haldinn á Puffin Hotel Vík, föstudaginn 28. febrúar 2020 kl 20:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
kaffiveitingar í boði stjórnar
Mætum nú öll og höfum áhrif á störf félagsins
Stjórnin
Þá er komin dagskrá fyrir hestaferð Sindra í sumar. Um er að ræða fimm daga rekstrarferð í þetta sinn, frá 8.-12. ágúst nk. Lagt verður af stað frá Efstu-Grund á fimmtudegi og haldið upp í Fljótshlíð. Þaðan verður farið á vit ævintýra daginn eftir og mun helginni varið í fjallaskála á Fossi, þá Hungurfiti og loks í húsi við Einhyrning. Á mánudeginum er haldið á Grund á ný. Áætluð eru 3-4 hross á mann.
Kostnaður við gistingu og hagabeit liggur í kringum 15.000 kr. svo við látum það vera staðfestingargjaldið í ár fyrir hvern skuldlausan meðlim Sindra. Utanfélagsmönnum og –konum er hjartanlega velkomið að taka þátt og borga eingöngu 5000 kr. að auki í staðfestingargjöld. Öll önnur útgjöld á síðari stigum leggjast jafnt á alla.
Frestur til að skrá sig og ganga frá greiðslu er 1. mars nk.
Leggja skal inn á:
banka 317-26-7622,
kt. 540776-0169
og senda tilkynningu í bumm_bumm@hotmail.com.
ATH! Fullbókað er í Sindraferð 2019. Hinsvegar er hægt að skrá sig á biðlista
Það er staðfest að Vikhorseadventure í samvinnu við hestamannafélagið Sindra verða með reiðnámskeið fyrir börn fædd 2014 og eldri dagana 29.júní-3 júl. nk. í starfsstöð Vikhorseadventure að Smiðjuvegi 6 í Vík.
Reiðnámskeið Sindra 2020
Verð á námskeiðinu er 9.500,-, félagsmenn í hestamannafélaginu Sindra greiða 7.000,- og svo er veittur 2.000,- systkynaafsláttur.
FYRRI skráningar óskast staðfestar með greiðslu á námskeiðinu inn á 0317-13-2622 kt:540776-0169 og skal senda kvittun til staðfestingar á fyrir 20.júní nk. Ef að fleiri vilja komast að og hafa ekki nú þegar skráð sig skal senda undirritaðri skilaboð en það er takmarkað pláss á námskeiðið.
Hlökkum til að takast á við þetta skemmtilega verkefni,
kv. Starfsfólk og eigendur Vikhorseadventure
Firmakeppni
2019
Firmakeppni Sindra verður haldin á Sindravelli mánudaginn 22. apríl (Annar í páskum) kl 13:00.
Keppt verður í polla, barna, unglinga, unghrossa,
kvenna og karlaflokki
Skráning á netfangið
Skráningu lýkur kl 18:00 sunnudaginn 21. Apríl.
Mótanefnd verður á ferðinni að selja firma á næstu dögum
og óskar eftir góðum viðtökum
nú sem endranær. Ef þið viljið kaupa firma en
nefndin hittir ekki á ykkur má endilega
vera í sambandi við okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur á firmakeppni!
Mótanefnd Sindra
ÚRSLIT
Hér koma úrslit frá Firmakeppninni sem haldin var í frábæru
veðri þann 22.apríl sl. Takk fyrir góðan dag keppendur og ekki
síður áhorfendur. Síðast en ekki síst þökkum við öllum þeim
fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur með kaupum á firma.
Pollar:
Eiður Árni Finnsson
Prýði frá Vík í Mýrdal
6 vetra bleikblesótt
F: Penni frá Eystra-Fróðholti
M: Tinna frá Núpakoti
Eig: Ásta og Finnur
Firma:
Arcanum fjallaleiðsögumenn ehf
Unglingar:
1.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Skjálfti frá Efstu-Grund
10 vetra Rauður
F: Bjarmi frá Lundum
M: Katla frá Ytri- Skógum
Eig: Sifi og Sigga
Firma: Siggi í Skógum
2.
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
Kliður frá Efstu-Grund
F: Kvistur fra´Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvassafelli
Eig: Þorsteinn Björn Einarsson
Firma: Mundi í Skógum
Kvenna:
1.
Elín Árnadóttir
Prýði frá Vík í Mýrdal
6 vetra bleikblesótt
F: Penni frá Eystra-Fróðholti
M: Tinna frá Núpakoti
Eig: Ásta og Finnur
Firma:
Nautabúið Ytri-Sólheimum ehf
2.
Sanne van Hezel
Sonnetta frá Skálakoti
10 vetra Rauðstjörnótt
F: Glotti frá Sveinatungu
M: Vök frá Skálakoti
Eig: Guðmundu Viðarsson
Firma: Stjörnublikk
3.
Guðlaug Þorvaldsdóttir
Foss frá Vík í Mýrdal
15 vetra brúnblesóttur
F:Magni frá Prestsbakka
M:Blesa frá Núpakoti
Eig: Knapi
Firma: Ástþór Tryggvason
4.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Brenna frá Efstu-Grund
14 vetra Rauð
F: Númi frá Þóroddsstöðum
M: Katla frá Ytri Skógum
Eig: Sifi
Firma: Spennubreitar
5.
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
Kliður frá Efstu-Grund
F: Kvistur fra´Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvassafelli
Eig: Þorsteinn Björn Einarsson
Firma: Guðbergur og
Ragnhildur Lækjarbakka
6.
Eva Schafer
Kaleikur frá Skálakoti
12 vetra móálóttur
F: Keilir frá Miðsitju
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig:Guðmundur Viðarsson
Firma: Ausur
Karla:
1.
Brynjar Nói Sighvatsson
Heimur frá Syðri Reykjum
Brúnn
F: Gammur frá Steinnesi
M: Brella frá Felli
Eig: Guðlaug Þorvaldsdóttir
Firma: Birna á Giljum
2.
Árni Gunnarsson
Seifur frá Stóra-Hofi
6 vetra brúnskjóttur
F: Sær frá Bakkakoti
M: Fluga frá Stóra-Hofi
Eig: Guðlaug Þorvaldsdóttir
Firma: E.Guðmundsson
3.
Sigurjón Sigurðsson
Surtsey frá Efstu-Grund
6 vetra Brún
F:Natan frá Ketilsstöðum
M:Katla fra´Ytri-Skógum
Eig:Sifi og Sigga
Firma: Óli á Reyni
4.
Guðmundur Jón Viðarsson
Þrúgur frá Skálakoti
7 vetra rauð
F: Skýr frá Skálakoti
M: Þyrí frá Hemlu 2
Eig: Guðmundur Viðarsson
Firma: Sigríður Ingibjörg
5.
Árni Gunnarsson
( knapi í úrslitum Elín Árnad.)
Sjór frá Vík í Mýrdal
9 vetra Rauð nösóttur
F: Völur frá Hófgerði
M: Blesa frá Núpakoti
Eig:Knapi
Firma:
Arcanum fjallaleiðsögumenn ehf
Unghross:
1.
Brynjar Nói Sighvatsson
Iða frá Vík í Mýrdal
5 vetra móálótt
F: Glaður frá Prestsbakka
M: Von frá Núpakoti
Eig : Árni og Guðlaug
Firma: Black beach suits
2.
Sanne van Hezel
Storð frá Skálakoti
5 vetra Jörp
F:Skýr frá Skálakoti
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig: Guðmundur Viðarsson
Firma: Stjörnublikk
3.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Spurning frá Efstu-Grund
4vetra Rauð
F: Teitur frá Grenstanga
M: Perla frá Efstu-Grund
Eig: Sifi og Sigga
Firma: Stálnaust
4.
Guðmundur Jón Viðarsson
Trommari frá Skálakoti
4 vetra Brúnn
F:Trymbill frá Stóra- Ási
M: Vök frá Skálakoti
Eig: Guðmundur Viðarsson
Firma: Þorsteinn og Margrét Vatnskarðshólum
5.
Elín Árnadóttir
Kristall frá Vík í Mýrdal
5 vetra Brúnn
F: Kerúlf frá Kollaleiru
M:Tinna frá Núpakoti
Eig:Ásta og Finnur
Firma: Begga á Reyni
Aðalfundur HMF Sindra var haldinn að Skálakoti föstudagskvöldið 22. feb. sl..
Dagskrá fundarins hljóðaði svo:
Skýrslur nefnda og stjórna um starfsemi félagsins síðasta ár.
Endurskoðaðir reikningar.
Nýir félagar tilkynntir.
Kosningar í stjórn og nefndir.
Önnur mál sem tengjast félaginu, til dæmis um Sindravöll, Hestaþing og vetrarmót.
Verðlaunaafhending, kaffi og kökur í boði stjórnar.
Var góð mæting á fundinn og mikið rætt um komandi starfsár. Verðlaun voru afhent fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki á Hestaþingi Sindra ásamt efnilegasta knapa, knapa ársins og Sindralaufið.
Verðlaun fyrir fyrstu sæti á Hestaþingi Sindra 2018:
A.flokkur
Draumadís frá Fornusöndum
B-flokkur
Katla frá Fornusöndum Ungmennaflokkur
Elín Árnadóttir &
Blær frá Prestsbakka Unglingaflokkur
Sunna Lind Sigurjónsdóttir &
Skjálfti frá Efstu-Grund
Efnilegasti knapi ársins var
Sunna Lind Sigurjónsdóttir.
Knapi ársins var
Vilborg Smáradóttir.
Sindralaufið hlaut
Hermann Árnason.
Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir góðan aðalfund.
Stjórn HMF Sindra
Aðalfundur 2019
Páskaeggjabingó
Árlegt bingó HMF Sindra verður haldið laugardaginn 20. apríl klukkan 16:00 í Leikskálum Vík.
Allur ágóði rennur til uppbyggingar á vallarsvæði félgasins.