press to zoom

press to zoom

press to zoom

press to zoom
1/7

Kæru félgsmenn

Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Okkur í stjórn langar að senda frá okkur smá fréttabréf. Okkar starf hefur líkt og allt annað í þjóðfélaginu fundið vel fyrir þessum marg um talaða faraldri, en við viljum reyna að horfa björtum augum

á það sem frammundan er.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að boða til almenns félagsfundar, þar sem framtíð félagssvæðis okkar yrði rædd en ,,útaf svolitlu‘‘ eins og oft er sagt varð ekkert af honum, en vonandi verður hægt að bæta úr því á þessu ári. Einnig átti seinni part síðasta vetrar að fara í veglega skemmtiferð í tilefni 70 ára afmælis félagsins árið 2019, en líkt svo mörgu öðru varð ekkert úr þeirri ferð en vonandi verður það hægt með hækkandi sól og bjartari tímum sem við vonandi erum að sjá framm á Firmakeppnin okkar varð einnig fyrir barðinu á þessum leiðindar faraldri og var ekki haldin.En yfir sumartíman fengum við smá frí frá þessari veiru og héldum Hestaþingið okkar sem vel tókst til. Þingið okkar virðist alltaf vera að njóta meiri og meiri vinsælda og hafa nokkrir af ,,aðkomu‘‘ knöpum og áhorfendum haft orð á því að Hestaþingið okkar sé með þeim skemmtilegri mótum sem þeir mæta á J Það hafðist eftir miklar vangaveltur að halda reiðskólann í Vík 22.júní til 3.júlí, Víkhorseadventure (Hestaleigan í Vík) tók hann að sér að þessu sinni og tókst vel til. En þegar að líða fór á sumarið mætti næsta bylgja af þessum faraldir og þar af leiðandi varð

að fella niður félagsferðina sem fara átti í ágúst.

Félagsmenn okkar voru jafn nú sem áður duglegir að sækja mót

vítt og breytt um landið með góðum árangri.

Aðalfundurinn okkar er á dagskrá 26. Febrúar og vonumst við til að geta haldið okkur við þá dagsetningu. Í ár eru það formaður og gjaldkeri sem þarf að kjósa um. Ásta hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður og eins er Lára gjaldkeri til í að losna.

Með bjartari tímum og vonandi auknum möguleikum óskum við eftir fólki til starfa fyrir félagið okkar, formanni, gjaldkera og í hinar ýmsu nefndir. Að okkar mati vantar félaginu okkar að við öll sem félagsmenn opnum augun og leitum að hinum ýmsu tékifærum til þess að auka og bæta félgsstarfið okkar, tökum þátt í starfinu og sýnum jákvæðni og framtakssemi. Það er erfitt að halda úti félagsstarfi ef fáir eru tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum. Við getum ekki alltaf treyst á það að það sé einhver annar sem getur séð um verkin. Undan farin ár hefur það oft á tíðum reynst mjög erfitt að finna fólk til starfa og þar af leiðandi fáir en jafnframt góðir einstaklingar sem drífa hlutina áfram. Með þessum orðum viljum við leggja þetta í hendur okkar allra kæru félagsmenn að við reynum að byggja upp félagsandan í félaginu okkar, leitum eftir hugmyndum og hikum ekki við að koma þeim á framfæri til réttra einstaklinga. Jafnframt er nauðsinlegt að koma athugasemdum og því sem okkur finnst að mætti betur fara á rétta staði Því eins og áður hefur komið framm, ef við viljum halda félaginu okkar gangandi þá

þurfum við sem félagsmenn að láta það ganga.

Kveðja með von um jákvæðar undirtektir

Stjórn Hmf Sindra

39138605_10160802755765333_7976660034325
Skráning í Sindraferð 2019

Firmakeppni 

           2019

Firmakeppni Sindra verður haldin á Sindravelli mánudaginn 22. apríl (Annar í páskum) kl 13:00.

Keppt verður í polla, barna, unglinga, unghrossa,

kvenna og karlaflokki 
Skráning á netfangið motanefndsindri@gmail.com 
Skráningu lýkur kl 18:00 sunnudaginn 21. Apríl. 

 

Mótanefnd verður á ferðinni að selja firma á næstu dögum

og óskar eftir góðum viðtökum

nú sem endranær. Ef þið viljið kaupa firma en

nefndin hittir ekki á ykkur má endilega

vera í sambandi við okkur. 
Hlökkum til að sjá ykkur á firmakeppni!


Mótanefnd Sindra

ÚRSLIT

Hér koma úrslit frá Firmakeppninni sem haldin var í frábæru

veðri þann 22.apríl sl. Takk fyrir góðan dag keppendur og ekki

síður áhorfendur. Síðast en ekki síst þökkum við öllum þeim

fyrirtækjum og einstaklingum sem styrktu okkur með kaupum á firma.

Pollar:


Eiður Árni Finnsson
Prýði frá Vík í Mýrdal
6 vetra bleikblesótt
F: Penni frá Eystra-Fróðholti
M: Tinna frá Núpakoti
Eig: Ásta og Finnur
Firma:

Arcanum fjallaleiðsögumenn ehf

 

Unglingar:


1.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Skjálfti frá Efstu-Grund
10 vetra Rauður
F: Bjarmi frá Lundum
M: Katla frá Ytri- Skógum
Eig: Sifi og Sigga
Firma: Siggi í Skógum

2.
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
Kliður frá Efstu-Grund
F: Kvistur fra´Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvassafelli
Eig: Þorsteinn Björn Einarsson
Firma: Mundi í Skógum

Kvenna:


1.
Elín Árnadóttir
Prýði frá Vík í Mýrdal
6 vetra bleikblesótt
F: Penni frá Eystra-Fróðholti
M: Tinna frá Núpakoti
Eig: Ásta og Finnur
Firma:

Nautabúið Ytri-Sólheimum ehf

2.
Sanne van Hezel
Sonnetta frá Skálakoti
10 vetra Rauðstjörnótt
F: Glotti frá Sveinatungu
M: Vök frá Skálakoti
Eig: Guðmundu Viðarsson
Firma: Stjörnublikk

3.
Guðlaug Þorvaldsdóttir
Foss frá Vík í Mýrdal
15 vetra brúnblesóttur
F:Magni frá Prestsbakka
M:Blesa frá Núpakoti
Eig: Knapi
Firma: Ástþór Tryggvason

4.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Brenna frá Efstu-Grund
14 vetra Rauð
F: Númi frá Þóroddsstöðum
M: Katla frá Ytri Skógum
Eig: Sifi
Firma: Spennubreitar

5.
Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
Kliður frá Efstu-Grund
F: Kvistur fra´Hvolsvelli
M: Kvika frá Hvassafelli
Eig: Þorsteinn Björn Einarsson
Firma: Guðbergur og

Ragnhildur Lækjarbakka

6.
Eva Schafer
Kaleikur frá Skálakoti
12 vetra móálóttur
F: Keilir frá Miðsitju
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig:Guðmundur Viðarsson
Firma: Ausur

Karla:


1.
Brynjar Nói Sighvatsson
Heimur frá Syðri Reykjum
Brúnn
F: Gammur frá Steinnesi
M: Brella frá Felli
Eig: Guðlaug Þorvaldsdóttir
Firma: Birna á Giljum


2.
Árni Gunnarsson
Seifur frá Stóra-Hofi
6 vetra brúnskjóttur
F: Sær frá Bakkakoti
M: Fluga frá Stóra-Hofi
Eig: Guðlaug Þorvaldsdóttir
Firma: E.Guðmundsson

3.
Sigurjón Sigurðsson
Surtsey frá Efstu-Grund
6 vetra Brún
F:Natan frá Ketilsstöðum
M:Katla fra´Ytri-Skógum
Eig:Sifi og Sigga
Firma: Óli á Reyni

4.
Guðmundur Jón Viðarsson
Þrúgur frá Skálakoti
7 vetra rauð
F: Skýr frá Skálakoti
M: Þyrí frá Hemlu 2
Eig: Guðmundur Viðarsson
Firma: Sigríður Ingibjörg

5.
Árni Gunnarsson

( knapi í úrslitum Elín Árnad.)
Sjór frá Vík í Mýrdal
9 vetra Rauð nösóttur
F: Völur frá Hófgerði
M: Blesa frá Núpakoti
Eig:Knapi
Firma:

Arcanum fjallaleiðsögumenn ehf

Unghross:


1.
Brynjar Nói Sighvatsson
Iða frá Vík í Mýrdal
5 vetra móálótt
F: Glaður frá Prestsbakka
M: Von frá Núpakoti
Eig : Árni og Guðlaug
Firma: Black beach suits

2.
Sanne van Hezel
Storð frá Skálakoti
5 vetra Jörp
F:Skýr frá Skálakoti
M: Syrpa frá Skálakoti
Eig: Guðmundur Viðarsson
Firma: Stjörnublikk

3.
Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Spurning frá Efstu-Grund
4vetra Rauð
F: Teitur frá Grenstanga
M: Perla frá Efstu-Grund
Eig: Sifi og Sigga
Firma: Stálnaust

4.
Guðmundur Jón Viðarsson
Trommari frá Skálakoti
4 vetra Brúnn
F:Trymbill frá Stóra- Ási
M: Vök frá Skálakoti
Eig: Guðmundur Viðarsson
Firma: Þorsteinn og Margrét Vatnskarðshólum

5.
Elín Árnadóttir
Kristall frá Vík í Mýrdal
5 vetra Brúnn
F: Kerúlf frá Kollaleiru
M:Tinna frá Núpakoti
Eig:Ásta og Finnur
Firma: Begga á Reyni

Aðalfundur HMF Sindra var haldinn að Skálakoti föstudagskvöldið 22. feb. sl..

Dagskrá fundarins hljóðaði svo:

  • Skýrslur nefnda og stjórna um starfsemi félagsins síðasta ár.

  • Endurskoðaðir reikningar. 

  • Nýir félagar tilkynntir. 

  • Kosningar í stjórn og nefndir.

  •  Önnur mál sem tengjast félaginu, til dæmis um Sindravöll, Hestaþing og vetrarmót.

  •  Verðlaunaafhending, kaffi og kökur í boði stjórnar.

19417540_10155336300303548_5343939525281

Var góð mæting á fundinn og mikið rætt um komandi starfsár. Verðlaun voru afhent fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki á Hestaþingi Sindra ásamt efnilegasta knapa, knapa ársins og Sindralaufið.

Verðlaun fyrir fyrstu sæti á Hestaþingi Sindra 2018:

 

A.flokkur

Draumadís frá Fornusöndum

B-flokkur

Katla frá Fornusöndum Ungmennaflokkur

Elín Árnadóttir &

Blær frá Prestsbakka Unglingaflokkur

Sunna Lind Sigurjónsdóttir &

Skjálfti frá Efstu-Grund

Efnilegasti knapi ársins var 

Sunna Lind Sigurjónsdóttir.

Knapi ársins var

Vilborg Smáradóttir.

Sindralaufið hlaut

Hermann Árnason.

Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir góðan aðalfund.

Stjórn HMF Sindra

Aðalfundur 2019
ears-fet-im.jpg
Páskaeggjabingó

Árlegt bingó HMF Sindra verður haldið laugardaginn 20. apríl klukkan 16:00 í Leikskálum Vík.

 

Allur ágóði rennur til uppbyggingar á vallarsvæði félgasins.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Sindra.

sindri_edited_edited.jpg