ATH! Skráningu framlengt til 23:59 þann 13. júní

Aðalfundur 2019

Aðalfundur HMF Sindra var haldinn að Skálakoti föstudagskvöldið 22. feb. sl..

Dagskrá fundarins hljóðaði svo:

  • Skýrslur nefnda og stjórna um starfsemi félagsins síðasta ár.

  • Endurskoðaðir reikningar. 

  • Nýir félagar tilkynntir. 

  • Kosningar í stjórn og nefndir.

  •  Önnur mál sem tengjast félaginu, til dæmis um Sindravöll, Hestaþing og vetrarmót.

  •  Verðlaunaafhending, kaffi og kökur í boði stjórnar.

Var góð mæting á fundinn og mikið rætt um komandi starfsár. Verðlaun voru afhent fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki á Hestaþingi Sindra ásamt efnilegasta knapa, knapa ársins og Sindralaufið.

Verðlaun fyrir fyrstu sæti á Hestaþingi Sindra 2018:

 

A.flokkur

Draumadís frá Fornusöndum

B-flokkur

Katla frá Fornusöndum Ungmennaflokkur

Elín Árnadóttir &

Blær frá Prestsbakka Unglingaflokkur

Sunna Lind Sigurjónsdóttir &

Skjálfti frá Efstu-Grund

Efnilegasti knapi ársins var 

Sunna Lind Sigurjónsdóttir.

Knapi ársins var

Vilborg Smáradóttir.

Sindralaufið hlaut

Hermann Árnason.

Við viljum þakka öllum sem mættu kærlega fyrir góðan aðalfund.

Stjórn HMF Sindra

Reiðskóli Sindra 2019
Skráning í
Sindraferð 2019

Firmakeppni 2019

Firmakeppni Sindra verður haldin á Sindravelli mánudaginn 22. apríl      (Annar í páskum) kl 13:00. Keppt verður í polla, barna, unglinga, unghrossa, kvenna og karlaflokki 
Skráning á netfangið motanefndsindri@gmail.com 
Skráningu lýkur kl 18:00 sunnudaginn 21. Apríl. 
Mótanefnd verður á ferðinni að selja firma á næstu dögum og óskar eftir góðum viðtökum nú sem endranær. Ef þið viljið kaupa firma en nefndin hittir ekki á ykkur má endilega vera í sambandi við okkur. 
Hlökkum til að sjá ykkur á firmakeppni!


Mótanefnd Sindra

Þá er komin dagskrá fyrir hestaferð Sindra í sumar. Um er að ræða fimm daga rekstrarferð í þetta sinn, frá 8.-12. ágúst nk. Lagt verður af stað frá Efstu-Grund á fimmtudegi og haldið upp í Fljótshlíð. Þaðan verður farið á vit ævintýra daginn eftir og mun helginni varið í fjallaskála á Fossi, þá Hungurfiti og loks í húsi við Einhyrning. Á mánudeginum er haldið á Grund á ný. Áætluð eru 3-4 hross á mann.

Kostnaður við gistingu og hagabeit liggur í kringum 15.000 kr. svo við látum það vera staðfestingargjaldið í ár fyrir hvern skuldlausan meðlim Sindra. Utanfélagsmönnum og –konum er hjartanlega velkomið að taka þátt og borga eingöngu 5000 kr. að auki í staðfestingargjöld. Öll önnur útgjöld á síðari stigum leggjast jafnt á alla.

Frestur til að skrá sig og ganga frá greiðslu er 1. mars nk.

Leggja skal inn á:

banka 317-26-7622,

kt. 540776-0169

og senda tilkynningu í bumm_bumm@hotmail.com.

ATH! Fullbókað er í Sindraferð 2019. Hinsvegar er hægt að skrá sig á biðlista ef ske kynni að losni pláss.

Bestu kveðjur frá ferða- og fræðslunefnd

Reiðskóli Sindra 2019

Líkt og áður hefur komið fram verður reiðskólinn haldinn dagana 10.-13. júní. Námskeiðið fer fram í græna hesthúsinu í Vík í Mýrdal og er opið öllum krökkum frá 6 ára aldri (fædd 2013).

Skráningargjald er 6000 kr fyrir skuldlausa félagsmenn og 8500 kr fyrir aðra. Systkinaafsláttur er 2000 kr.

Skráning fer fram í gegn um netfangið elinborg00@gmail.com eða í símanúmerið 867-3340 (Siggi). 
Ef börn vilja koma með sinn eigin hest á námskeiðið er það velkomið

Mbk.
Elínborg og Siggi Toni

PÁSKAEGGJABINGÓ

Árlegt bingó HMF Sindra verður haldið laugardaginn 20. apríl klukkan 16:00 í Leikskálum Vík.

 

Allur ágóði rennur til uppbyggingar á vallarsvæði félgasins.

 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Sindra.